Fréttayfirlit 3. apríl 2020

Breytingar hafa smávægileg áhrif á styrktaraðila

Breytingar hafa smávægileg áhrif á styrktaraðila

Covid-19 heimsfaraldurinn kemur að einhverju leyti niður á starfsemi SOS Barnaþorpanna um allan heim. Við viljum af því tilefni upplýsa þig um mögulegar breytingar sem þú gætir fundið fyrir í þjónustu okkar við þig á næstu mánuðum. Samtökin þurfa að gera ýmsar breytingar sem eru þó aðeins tímabundnar og við munum kappkosta við að láta þig finna sem minnst fyrir þeim.

Eftirfarandi biðjum við þig um að hafa í huga.

1 Ekki senda bréf eða pakka

Styrktarforeldrar eru hvattir til að bíða með að senda bréf eða pakka til barnanna. Ekki er hægt að tryggja að þessar sendingar komist á leiðarenda í núverandi ástandi.

2 Engar heimsóknir í barnaþorp

Allar heimsóknir eru bannaðar í SOS barnaþorp næstu mánuðina. Styrktarforeldrar skulu því bíða með að skipuleggja slíkar ferðir þangað til aðstæður breytast.

3 Bréf til styrktarforeldra og þorpsvina

Möguleiki er á að bréfasendingarnar frá barnaþorpunum til styrktaraðila riðlist aðeins til í einstaka tilfellum á þessu ári. Á meðan hömlur eru á heimsóknum í barnaþorpin er erfiðara að safna upplýsingum um börnin til að deila með þér.

4 Nýir styrktarforeldrar

Nýir styrktarforeldrar fá áfram upplýsingamöppu með mynd og upplýsingum um þeirra styrktarbarn. Á því verður engin breyting.

5 Við erum til staðar fyrir þig

Hafirðu einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur. Ef þú lendir í fjárhagsvandræðum en vilt halda áfram að styðja við börnin þá viljum við endilega heyra frá þér og skoða hvernig við getum komið til móts við þig á þessum erfiðu tímum.

Skrifstofutími SOS Barnaþorpanna á Íslandi er sem hér segir:
9-16 mánudaga til fimmtudaga
9-13 föstudaga
Lokað um helgar.

Öllum skilaboðum er svarað við fyrsta tækifæri.

Að lokum viljum við þakka þér innilega fyrir stuðninginn við munaðarlaus og yfirgefin börn. Hann hefur sjaldan verið mikilvægari en nú.

Frá SOS í Nepal

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...