Bugsy Malone til styrktar SOS
Nemendur 7. bekkjar stóðu nýverið fyrir Menningarvöku í skólanum. Nemendur réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur settu á svið söngleik byggðan á ,,Bugsy Malone“. Aðgangseyrir var 1.000 krónur sem rann til Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna.
Við þökkum nemendum, kennurum og öðrum sem komu að þessum viðburði hjartanlega fyrir stuðninginn.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Þorsteinn Arnórsson fjármálastjóri SOS Barnaþorpanna tók við styrknum, alls 132.000 krónum, að lokinni aukasýningu fyrir nemendur skólans.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...