Fréttayfirlit 27. mars 2018

Bugsy Malone til styrktar SOS

Nemendur 7. bekkjar stóðu nýverið fyrir Menningarvöku í skólanum. Nemendur réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur settu á svið söngleik byggðan á ,,Bugsy Malone“. Aðgangseyrir var 1.000 krónur sem rann til Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna.

Við þökkum nemendum, kennurum og öðrum sem komu að þessum viðburði hjartanlega fyrir stuðninginn.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Þorsteinn Arnórsson fjármálastjóri SOS Barnaþorpanna tók við styrknum, alls 132.000 krónum, að lokinni aukasýningu fyrir nemendur skólans.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...