Fréttayfirlit 27. október 2017

Efling fjölskyldna í Perú

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í fjármögnun á Fjölskyldueflingarverkefni SOS í Perú. Verkefnið er starfrækt í höfuðborg landsins, Líma og fá yfir 600 börn og fjölskyldur þeirra einhverskonar aðstoð frá samtökunum. Fjölskylduefling er verkefni sem aðstoðar fátækar foreldra við að sinna börnum sínum.

Helstu þættir Fjölskyldueflingar í Líma eru meðal annars:

-menntun barna

-mataraðstoð

-aðgangur að heilsugæslu og tannlækningum

-fræðsla og menntun fyrir foreldra en þetta er afar stór þáttur í verkefninu. Foreldrum býðst meðal annars að sækja vinnustofur um hollt mataræði, heimilisofbeldi, gott uppeldi, sjálfstraust og margt fleira. Á meðan foreldrar sækja vinnustofurnar geta börn þeirra verið í dagvistun SOS.

Frá og með 1. janúar næstkomandi munu framlög íslenskra Fjölskylduvina fara annars vegar í þetta verkefni og hins vegar í Fjölskyldueflingarverkefni í Eþíópíu. Hægt er að gerast Fjölskylduvinur hér.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...