Fréttayfirlit 12. júlí 2019

Efndu til tívolíleiks til styrktar SOS

Efndu til tívolíleiks til styrktar SOS

Við fengum ánægjulega heimsókn á skrifstofuna okkar í Kópavogi í gær. Hingað kom 11 ára strákur, Úlfur Hrafn Indriðason, með 5.220 krónur í poka sem hann og vinur hans, Snorri Birgisson Flóvenz, höfðu safnað fyrir SOS Barnaþorpin.

Er enginn „borgarkrakki sem hugsar bara um sjálfan sig“

Þegar við spurðum Úlf af hverju hann hafi viljað safna fyrir SOS Barnaþorpin hugsaði hann sig aðeins um og sagði svo; „Ég er ekki svona city- [borgar-] krakki sem gerir ekki neitt nema fyrir sjálfan sig.“

Úlfur segir að þeir félagar hafi viljað gera þetta góðverk því SOS Barnaþorpin „borgi fyrir menntun krakka og hjálpi þeim“ eins og hann orðaði það réttilega. Samkvæmt nýlegum útreikningum skilar hvert framlag til SOS Barnaþorpanna sér fimmfalt til samfélagsins og því má lauslega áætla að framlag Úlfs og Snorra sé virði 26 þúsund króna.

Dósirnar sem þátttakendur skutu niður. Dósirnar sem þátttakendur skutu niður.

Vel útfærð fjáröflun

Úlfur og Snorri stóðu fyrir tívolíleiknum fyrir utan Kópavogssundlaug um síðustu helgi. Þeir höfðu mikið fyrir því að safna peningnum og hugmynd þeirra var greinilega mjög vel útfærð. Leikurinn gekk út á að fólk borgaði fyrir skot úr Nerf leikfangabyssu í þeim tilgangi að skjóta niður númeraðar dósir. Vinningur var á bak við hvert númer en þeir sem hittu ekki neina dós fengu þó sleikjó í sárabætur.

Framlagið fer í Fjölskyldueflingu SOS

Peningurinn sem Úlfur og Snorri söfnuðu fara í sjóð sem greiðir fjármögnun SOS á Íslandi á Fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu. Þar hjálpum við sárafátækum barnafjölskyldum að verða sjálfbærar svo hægt sé að mæta grunnþörfum barnanna. Einn þáttur í þeirri aðstoð er einmitt að greiða fyrir skólagjöld og -gögn fyrir börnin eins og Úlfur talaði um.

Við þökkum þessu hugulsömu og hugmyndaríku ungu drengjum fyrir þetta stórkostlega framtak.

Úlfur og Snorri. Úlfur og Snorri.
Úlfur með peninginn sem safnaðist. Úlfur með peninginn sem safnaðist.
SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr