Fréttayfirlit 15. maí 2019

„Ég var að gefast upp á lífinu“

„Ég var að gefast upp á lífinu“

Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar er í dag og þá veittum við Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi, fjórða árið í röð. TINNA, fjölskylduefling í Breiðholti á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hlaut viðurkenninguna að þessu sinni.

Hafrún Ósk er einn af fyrstu skjólstæðingum TINNU sem útskrifaðist úr verkefninu á síðasta ári. Hún er einstæð móðir 10 ára drengs og segir að TINNA hafi bjargað þeim mæðginum. Hún flutti tilfinningaþrungna ræðu við athöfnina og sagði reynslusögu sína.

Hafrún veitti okkur einnig viðtal til að deila með okkur sinni reynslusögu.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að leita til TINNU er að ég var í rauninni að gefast upp á lífinu. Áður en ég byrjaði í TINNU var ég alveg sjúklega þunglynd og átti erfitt með að díla við lífið. Stráknum mínum leið illa og sambandið á milli okkar var mjög stirt. En í dag líður mér rosalega vel og ég er andlega meira tilbúin í lífið. Strákurinn minn æfir körfubolta, gengur vel í skólanum, er mjög ánægður með lífið og samband okkar er miklu nánara en það var.“

Viðtalið er hér í heild sinni meðfylgjandi.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...