Frétta­yf­ir­lit 9. des­em­ber 2022

Söfn­uðu 120 þús­und krón­um á jóla­mark­aði fyr­ir SOS Barna­þorp­in

Söfnuðu 120 þúsund krónum á jólamarkaði fyrir SOS Barnaþorpin

Nem­end­ur í Sala­skóla vildu láta gott af sér leiða á að­vent­unni og stóðu fyr­ir jóla­mark­aði nú í byrj­un des­em­ber. Börn­in ákváðu að gefa fram­lag­ið til SOS Barna­þorp­anna enda tek­ur skól­inn þátt í Öðru­vísi jóla­da­ga­tali SOS Barna­þorp­anna þar sem börn­in læra um rétt­indi barna. Krakk­arn­ir söfn­uðu hvorki meira né minna en 119.917 krón­um sem renna óskipt­ar til fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS Barna­þorp­anna í í Mala­ví.

Börnunum var skipt upp í 13 hópa og fékk hver sölubás nafn eins jólasveins. Börnunum var skipt upp í 13 hópa og fékk hver sölubás nafn eins jólasveins.

Metn­að­ar­fullt fram­tak

Fram­tak krakk­anna í Sala­skóla er sér­stak­lega metn­að­ar­fullt og þau lögðu mik­ið á sig. All­ir tóku þátt í að gera tíu mis­mun­andi fönd­ur­vör­ur sem voru til sölu á jóla­mark­aðn­um. Börn­un­um var skipt upp í 13 hópa og fékk hver sölu­bás nafn eins jóla­sveins. Alls voru til sölu 52 stykki af föndri á hverj­um bási en líka kaffi, kakó, pip­ar­kök­ur og smá­kök­ur. Þar að auki æfðu börn­in skemmti­at­riði, lásu vís­ur og sungu.

Börnin buðu svo sínum nánustu á jólamarkaðinn og mættu um 150 fullorðnir sem hver og einn greiddi 100 krónur í aðgangseyri. Skemmst er frá því að segja að allar vörur seldust upp. Börnin buðu svo sínum nánustu á jólamarkaðinn og mættu um 150 fullorðnir sem hver og einn greiddi 100 krónur í aðgangseyri. Skemmst er frá því að segja að allar vörur seldust upp.

Fram­tak­ið teng­ist að­al­náms­skrá

Verk­efn­ið tengd­ist að­al­náms­skrá grunn­skóla á marg­an hátt, bæði í gegn­um sam­fé­lags­fræði og nátt­úru­fræði auk þess að pen­inga­hlut­inn teng­ist stærð­fræð­inni.

Eft­ir mark­að­inn taldi hver hóp­ur pen­ing­ana sem söfn­uð­ust og að lok­um þurfti að leggja sam­an alla summ­una. En það var ekki allt því að lok­um þurftu krakk­arn­ir að marg­falda upp­hæð­ina með töl­unni 66 en það er raun­virði fram­lags­ins á fá­tæk­ustu svæð­um heims eins og í Mala­ví. Fé­lags­leg arð­semi fram­lags frá Ís­landi er 66-föld í Mala­ví svo segja má að krakk­arn­ir í Sala­skóla hafi safn­að ígildi 7,9 millj­óna ís­lenskra króna.

Eftir að skemmtun lauk opnuðu börnin sölubásana, 10 bása með föndurvarningi, einn bás  með kaffi og kakó, einn með piparkökum og einn með smákökum. Eftir að skemmtun lauk opnuðu börnin sölubásana, 10 bása með föndurvarningi, einn bás með kaffi og kakó, einn með piparkökum og einn með smákökum.

Hvað er fjöl­skyldu­efl­ing SOS?

Fjöl­skyldu­efl­ing SOS styð­ur við barna­fjöl­skyld­ur sem búa við krefj­andi að­stæð­ur og eiga á hættu á að missa börn sín frá sér. Fjöl­skyldu­efl­ing­in að­stoð­ar for­eldra barn­anna að standa á eig­in fót­um svo þau geti ann­ast börn­in sín.

Börnin lögðu mikið á sig. Börnin lögðu mikið á sig.
Alls voru til sölu 52 stykki af föndri á hverjum bási. Alls voru til sölu 52 stykki af föndri á hverjum bási.
SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjöl­skyldu­vin­ir styrkja fjöl­skyldu­efl­ingu SOS. Sem SOS-fjöl­skyldu­vin­ur kem­urðu í veg fyr­ir að börn verði van­rækt og yf­ir­gef­in. Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð. Þú ákveð­ur styrkt­ar­upp­hæð­ina og færð reglu­lega upp­ýs­inga­póst um verk­efn­in sem við fjár­mögn­um.

Mán­að­ar­legt fram­lag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr