Einstök börn hljóta fjölskylduviðurkenningu SOS 2021
Félagið Einstök börn hlaut í dag fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna árið 2021. Eliza Reid, velgjörðarsendiherra SOS á Íslandi, afhenti viðurkenninguna sem SOS hefur veitt frá árinu 2016, aðilum sem vinna mikilvæg störf í þágu barnafjölskyldna. Henni veittu viðtöku Guðrún Helga Harðardóttir og Rakel Dögg Óskarsdóttir frá Einstökum börnum.
Einstök börn hafa í 24 ár stutt við fjölskyldur barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu.
Einstök börn hafa háð baráttuna fyrir þessar fjölskyldur án opinbers stuðnings í allan þennan tíma. Valnefnd SOS
„Þessum foreldrum mæta ótal hindranir og þeirra bíður erfið barátta við kerfið. Það eru ekki allir foreldrar tilbúnir í slíka baráttu ofan á það krefjandi verkefni að annast mikið veikan einstakling. Einstök börn hafa háð baráttuna fyrir þessar fjölskyldur án opinbers stuðnings í allan þennan tíma. Félagið styður ekki bara við fjölskyldurnar og börnin, og minnkar þannig líkurnar á sundrungu og aðskilnaði, heldur vinnur félagið jafnframt að því að breyta lögum og aðlaga þau að þeim raunveruleika sem því miður, allt of mörg börn og fjölskyldur, búa við,“ segir í umsögn valnefndar SOS Barnaþorpanna.
Við erum þakklát fyrir að valnefnd telji að þær flóknu aðstæður og það þunga umhverfi sem foreldrar okkar standa frammi fyrir í daglegu lífi þarfnist viðurkenningar og athygli frá samfélaginu. Guðrún Helga, framkvæmdastjóri Einstakra barna
Guðrún Helga Harðardóttir er framkvæmdastjóri Einstakra barna. „Við erum afar þakklát fyrir viðurkenningu SOS Barnaþorpanna - þakklát fyrir að valnefnd telji að þær flóknu aðstæður og það þunga umhverfi sem foreldrar okkar standa frammi fyrir í daglegu lífi þarfnist viðurkenningar og athygli frá samfélaginu.
Það stóra verkefni sem félagið tekst á við til að styðja fjölskyldurnar, fræða samfélagið, vinna að réttindamálum og auka skilning samfélagins alls. Börnin eru mörg hver afar veik og standa foreldrar frammi fyrir mjög erfiðri baráttu. Þar er oft um að ræða afar minnkuð lífsgæði og erfiðir tímar einkenna líf þeirra.
Fjölgun innan félagsins hefur verið gríðarleg á síðustu tveimur árum og höfum við því orðið að efla starfsemina og spýta verulega í lófana til að sinna allri þeirri þjónustu sem hópurinn þarf, sérstaklega á árinu 2020. Afar erfitt hefur verið að halda uppi fagstarfi, fræðslustarfi og bjóða upp á samveru og samtal milli foreldra. Mikil fjölgun er í erfiðum málum er snúa að þjónustu og úrræðum sem ættu að vera samfélagslegt verkefni og leysast á einfaldan hátt en foreldar þurfa," segir Guðrún.
Þó svo að SOS á Íslandi starfræki ekki hjálparverkefni hér á landi, vilja samtökin gjarnan vekja athygli á því sem vel er gert í þessum efnum. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS
SOS Barnaþorpin hafa frá árinu 1949 sérhæft sig í því að hjálpa umkomulausum börnum og illa stöddum barnafjölskyldum. „Þó svo að SOS á Íslandi starfræki ekki hjálparverkefni hér á landi, vilja samtökin gjarnan vekja athygli á því sem vel er gert í þessum efnum. Þess vegna veitum við fjölskylduviðurkenninguna," segir Ragnar Schram,“ framkvæmdastjóri SOS á Íslandi.
Auk Ragnars eru í valnefndinni, þær Sigrún Júlíusdóttir og Drífa Sigfúsdóttir sem báðar eru þaulreyndar í störfum sem varða málefni fjölskyldunnar, og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS.
Þetta er í fimmta sinn sem SOS á Íslandi veitir fjölskylduviðurkenninguna en afhending hennar á síðasta ári féll niður vegna heimsfaraldursins.
• Miðstöð foreldra og barna (2016)
• Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum (2017)
• Kennarar (2018)
• TINNA hlýtur Fjölskylduviðurkenningu SOS (2019)
Sjá líka:
Sorgin kemur í bylgjum (viðtal við Ásdísi, skjólstæðing Einstakra barna).
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.