Ekki ráðlegt að senda pakka til styrktarbarna
Nú þegar styttist í jólin berast okkur margar fyrirspurnir frá SOS-foreldrum um pakkasendingar til styrktarbarna þeirra. Algengt er að SOS-foreldrar vilji gleðja styrktarbörnin sín á afmælum eða um jól. Algengasta og öruggasta leiðin til þess er að leggja fjárhæð inn á framtíðarreikning barnsins í gegnum Mínar síður á sos.is. Peningagjafir á framtíðarreikning renna óskertar til barnsins. Slík gjöf eykur framtíðarmöguleika barnsins sem fær sjóðinn afhentan þegar það yfirgefur barnaþorpið og fer að standa á eigin fótum.
Einnig er hægt að leggja beint inn á reikninginn.
Framtíðarreikningur SOS: 0334-26-51092
Kennitala: 500289-2529
SOS-foreldri fær svo þakkarbréf frá SOS til staðfestingar þegar gjöfin hefur borist.
Frekar ráðlegt að senda bréf en pakka
Sumir SOS-foreldrar vilja senda bréf til barnanna og þykir börnunum alltaf gaman að fá bréf frá útlöndum. Póstþjónusta er nú að komast í samt lag víðast hvar í heiminum eftir heimsfaraldurinn og mæla SOS Barnaþorpin ekki lengur gegn því að SOS-foreldrar sendi bréf til styrktarbarna sinna. Sumsstaðar gæti póstþjónusta þó enn verið óáreiðanleg og mælum við með því að upplýsinga um slíkt sé leitað hjá Póstinum.
Sem fyrr ráðleggjum við SOS-foreldrum frá því að senda pakka til barnanna en smáir hlutir sem passa í A4 umslag ættu að sleppa. Það hefur sýnt sig að stærri pakkar skila sér síður í barnaþorpin. Þá eru víða lagðir háir tollar á pakkasendingar og barnaþorpin leysa ekki út slíkar sendingar hjá pósthúsum.
Heimilisfang barnaþorpsins
Í upplýsingamöppunni sem SOS-foreldrarar fá eftir skráningu er m.a. heimilisfang barnaþorpsins. Nafn styrktarbarnsins má ekki rita utan á pakkann heldur skal setja nafnið á miða inn í pakkann. Á þeim miða þarf að vera SOS-númer barnsins og tilvísunarnúmer styrktarforeldris ásamt eftirnafni, með enskum stöfum. SOS-númerið og tilvísunarnúmerið eru í upplýsingamöppunni.
Þú getur lesið ítarlegri upplýsingar um bréfasendingar og miklu fleira í SPURT OG SVARAÐ á sos.is undir liðunum „Að skrifa barni" og „Pakkar til barnanna".
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...