Fréttayfirlit 5. júlí 2017

Endurbygging skóla í Sýrlandi

SOS Barnaþorpin á Íslandi eru að fjármagna endurbyggingu á einum grunnskóla í borginni Aleppo í Sýrlandi. Kostnaður er áætlaður 12 milljónir króna en framkvæmdir eru nú þegar hafnar.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki í haust en þá munu yfir 500 börn hefja þar nám. Skólinn verður öllum börnum opinn, burt séð frá uppruna þeirra, trú eða afstöðu foreldra í stríðinu. Um er að ræða hverfi sem heitir Alsukkari en undanfarnar vikur og mánuði hafa barnafjölskyldur flutt aftur í hverfið eftir langan tíma á flótta.

Þrátt fyrir að stríðinu sé langt frá því að vera lokið er ástandið orðið stöðugra á sumum svæðum í landinu. Yfirvöld segjast vilja byggja samfélagið upp á ný og koma börnum aftur í skóla en talið er að 50% barna á aldrinum 5-18 ára í austurhluta Aleppo fari ekki í skóla vegna stríðsástandsins. Margir skólar hafa verið notaðir sem fangelsi, skýli eða eru hreinlega orðnir að rústum.

Á neyd.sos.is er hægt að sjá frekari upplýsingar um verkefnið og leggja því lið. Þá er hægt að millifæra inn á reikning 0130-26-9049, kt. 500289-2529.

DSC_3791.JPG

DSC_3759 (1).JPG

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...