Frétta­yf­ir­lit 29. janú­ar 2020

Eng­in smit í SOS barna­þorp­um í Kína

Þær upp­lýs­ing­ar voru að ber­ast okk­ur frá SOS Barna­þorp­un­um í Kína að ekk­ert til­felli kór­ónu­veirunn­ar hafi kom­ið upp í þeim tíu barna­þorp­um sem eru í land­inu. 80 Ís­lend­ing­ar eru SOS-for­eldr­ar barna í barna­þorp­um í Kína og búa 127 fjöl­skyld­ur í þorp­un­um.

„Grip­ið hef­ur ver­ið til ströngustu mögu­legu var­úð­ar­ráð­staf­ana í þorp­un­um og er próf­að fyr­ir smit­um á hverj­um degi. Öll börn­in og starfs­fólk SOS hafa ver­ið stað­fest ósmit­uð,“ seg­ir Claire Yang, upp­lýs­inga­full­trúi hjá SOS Barna­þorp­un­um í Kína.

Á ann­að hundrað manns hafa lát­ið líf­ið af völd­um veirunn­ar sem tal­in er eiga upp­tök sín í borg­inni Wu­h­an og um 6 þús­und til­felli um smit eru stað­fest í Kína. Næsta SOS barna­þorp við Wu­h­an er í Nanchang sem er í 350 km fjar­lægð. Þar eru þrjú börn sem eiga ís­lenska SOS-for­eldra og einn Ís­lend­ing­ur er Barna­þorps­vin­ur þorps­ins.

Við höld­um áfram að fylgj­ast með stöð­unni í Kína og upp­lýs­um styrktarað­ila hér á heima­síð­unni.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...