Fréttayfirlit 29. janúar 2020

Engin smit í SOS barnaþorpum í Kína

Þær upplýsingar voru að berast okkur frá SOS Barnaþorpunum í Kína að ekkert tilfelli kórónuveirunnar hafi komið upp í þeim tíu barnaþorpum sem eru í landinu. 80 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í barnaþorpum í Kína og búa 127 fjölskyldur í þorpunum.

„Gripið hefur verið til ströngustu mögulegu varúðarráðstafana í þorpunum og er prófað fyrir smitum á hverjum degi. Öll börnin og starfsfólk SOS hafa verið staðfest ósmituð,“ segir Claire Yang, upplýsingafulltrúi hjá SOS Barnaþorpunum í Kína.

Á annað hundrað manns hafa látið lífið af völdum veirunnar sem talin er eiga upptök sín í borginni Wuhan og um 6 þúsund tilfelli um smit eru staðfest í Kína. Næsta SOS barnaþorp við Wuhan er í Nanchang sem er í 350 km fjarlægð. Þar eru þrjú börn sem eiga íslenska SOS-foreldra og einn Íslendingur er Barnaþorpsvinur þorpsins.

Við höldum áfram að fylgjast með stöðunni í Kína og upplýsum styrktaraðila hér á heimasíðunni.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...