Fékkst þú bréf í sumar?
Styrktarforeldrar fá bréf tvisvar á ári frá barnaþorpinu sem barn þeirra býr í. Fyrra bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu júní-september. Í bréfinu eru upplýsingar um barnið ásamt almennum upplýsingum um barnaþorpið.
Síðla árs fá styrktarforeldrar svo jólakveðju frá barnaþorpinu ásamt fréttum af því helsta sem gerðist í þorpinu það árið. Í flestum tilvikum fylgir kveðjunni ný mynd af barninu hafi hún ekki borist fyrr á árinu. Bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu nóvember-febrúar.
Nú ættu allir styrktarforeldrar að vera búnir að fá sumarbréfið í hendurnar. Ef það hefur ekki skilað sér, vinsamlegast hafið samband við SOS Barnaþorpin á sos@sos.is.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...