Fékkstu símtal frá SOS?

Nú í febrúar 2024 eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu. Fólki býðst að gefa stakt framlag í neyðarsöfnun SOS á Íslandi og birtist þá krafa í heimabanka viðkomandi í nafni SOS Barnaþorpanna.
Það er úthringifyrirtækið Símstöðin sem sér um úthringingar fyrir þessa neyðarsöfnun og í því samhengi viljum við benda á að hringt er úr eftirfarandi númerum.
4928725 5371899 5374281 5376168 5373781 5470707 5371288 5378292 |
5379578 5370791 5375534 5370966 5372959 5379135 5474774 5470707 |
5373691 5374788 5475111 5379679 5375140 5371539 5374654 5378211 |
5371163 5379606 5378978 5376414 5379156 5372651 5474774 5475111 |
Hafir þú hins vegar fengið símtal „frá okkur" sem þér fannst grunsamlegt og ekki í anda þess sem hér greinir, biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband við okkur í sos@sos.is og láta okkur vita.
Allt að 25 þúsund börn hafa misst foreldra sína
Áætlað er að á bilinu 19 til 25 þúsund börn á Gaza hafi misst annað eða báða foreldra sína og neyðin eykst með hverjum degi. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Palestínu í 56 ár og þekkja aðstæður þar vel.
SOS Barnaþorpin hjálpa munaðarlausum og yfirgefnum börnum. Starfsemi samtakanna hér á landi felst í því að afla stuðnings við þá starfsemi í fjölmörgum löndum.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn við munaðar- og umkomulaus börn.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...