Fréttayfirlit 10. ágúst 2016

Ferðast til 80 landa og syngur þjóðsöngva til styrktar SOS Barnaþorpunum

Capri.JPGCapri Everitt er 11 ára kanadísk stúlka sem hefur ferðast til 79 landa ásamt fjölskyldu sinni undanfarna 8 mánuði. Í öllum löndunum hefur Capri sungið þjóðsöng landsins á tungumáli innfæddra og um leið safnað framlögum fyrir SOS Barnaþorpin.

Capri söng þjóðsöng Íslands við Hallgrímskirkju í gær ásamt leikskólabörnum frá leikskólanum Rauðuborg. Áhorfendur skemmtu sér vel og við lok flutningsins gerði Capri sér lítið fyrir og söng þjóðsöngva viðstaddra ferðamanna. Nú ferðast fjölskyldan til Washington þar sem síðasti söngviðburðurinn mun eiga sér stað.

Ferðalagið hófst í í Kanada í nóvember og síðan þá hefur fjölskyldan komið við í löndum Suður Ameríku, Asíu, Afríku, Eyjaálfu og Evrópu.

Hægt er að fylgjast með ferðalaginu og leggja söfnuninni lið á heimasíðunni www.80anthems.com.

Nýlegar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...

Fékkstu símtal frá SOS?
27. feb. 2025 Almennar fréttir

Fékkstu símtal frá SOS?

Nú eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu.