Frétta­yf­ir­lit 14. fe­brú­ar 2017

Fimm millj­ón­ir í neyð­ar­að­stoð SOS í Níg­er

Níg­er er eitt fá­tæk­asta ríki heims og var í neðsta sæti vísi­töl­unn­ar um þró­un lífs­gæða árið 2012. Ástand­ið í land­inu er afar slæmt en hern­að­ar­átök Boko Haram og stjórn­ar­hers­ins í Níg­er­íu, sem hóf­ust árið 2009, hafa gríð­ar­leg áhrif á ná­granna­rík­ið Níg­er.

Vegna þurrka og tíðra nátt­úru­ham­fara hef­ur fæðu­ör­yggi ver­ið lít­ið í Níg­er und­an­far­in ár. Þá hafa hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram ráð­ist til at­lögu í Níg­er en einnig hafa tug­þús­und­ir flótta­manna frá Níg­er­íu og Mali kom­ið til lands­ins. Flest­ir flótta­menn­irn­ir halda til í Diffa en tal­ið er að tæp­lega sex­hundruð þús­und flótta­menn sé á svæð­inu. Alls eru 55 flótta­manna­búð­ir í Diffa.

SOS Barna­þorp­in hafa ver­ið með neyð­ar­að­stoð í Diffa síð­an árið 2015. Eins og alltaf í starfi SOS er mik­il áhersla lögð á að­stoð við börn en helstu verk­efni að­stoð­ar­inn­ar eru barna­vernd (t.d. upp­setn­ing á barn­væn­um svæð­um), sál­rænn stuðn­ing­ur, mat­væla­að­stoð, heil­brigð­is­þjón­usta og út­hlut­un á öðr­um nauð­synj­um. SOS á Ís­landi ákvað á dög­un­um að styðja neyð­ar­að­stoð SOS í Níg­er um fimm millj­ón­ir króna.

88_0K6A7210.jpg

Sam­tök­in áætla að árið 2017 verði erfitt í Diffa. Töl­fræð­in sýn­ir að 50 börn af hverj­um þús­und deyja áður en þau ná eins árs aldri. Þá deyja 127 börn af hverj­um þús­und fyr­ir fimm ára ald­ur. Vannær­ing er mik­ið vanda­mál en tæp 65% barna í Diffa þjást af vannær­ingu. Það þýð­ir að á ár­inu 2017 munu um 70 þús­und börn í Dif­fer þurfa að­stoð vegna vannær­ing­ar.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...