Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna veitt í annað sinn
Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í annað sinn í dag, á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.
Viðurkenninguna fengu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fyrir að að berjast gegn birtingu ólöglegra áfengisauglýsinga og bættu auglýsingasiðferði með sérstaka áherslu á vernd barna og unglinga.
Í valnefnd sátu Drífa Sigfúsdóttir, sjálfstætt starfandi mannauðsráðgjafi, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna-og fjölskylduvernd HÍ, Aðalsteinn Sigfússon, Félagsmálastjóri Kópavogsbæjar og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra veitti viðurkenninguna sem er ætlað að vekja athygli á góðu starfi en ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...