Fréttayfirlit 13. desember 2018

Flóttabangsinn kominn í sölu

Flóttabangsinn er verkefni á vegum ungmennaráðs SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Bangsinn er kominn í sölu í vefverslun okkar og á skrifstofu SOS í Hamraborg 1 í Kópavogi.

Bangsinn kostar 3,000 krónur og kemur hann í fallegum kassa með handfangi eins og sjá má á mynd hér að neðan. Allur ágóði af sölu bangsans rennur til styrktar flóttabörnum sem koma til Grikklands. Tilgangurinn er að hjálpa flóttabörnunum að aðlagast nýjum aðstæðum og veita þeim tækifæri á menntun og betra lífi.

Allir bangsar vilja gott heimili og er bangsinn tilvalinn í jólapakkann. Enginn vill vera einn um jólin. 

VEFVERSLUN SOS BARNAÞORPANNA

Bangsi í kassa.jpg

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...