Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
Til félaga í SOS Barnaþorpunum.
Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar. Kjósa þarf tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til eins árs.
Eigi tilnefningarnefnd að geta tekið afstöðu til framboða þurfa þau að berast samtökunum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, þ.e. 29. apríl. Tilnefningar og framboð skulu send á netfangið frambod@sos.is ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem kemur fram stutt ágrip og ástæður framboðs.
Um réttindi félaga, hlutverk stjórnar, aðalfundastörf og fleira má lesa í samþykktum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem finna má á heimasíðu samtakanna.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa samtakanna í síma 564 2910 og netfanginu sos@sos.is.
Með SOS kveðju
Starfsfólk SOS Barnaþorpanna
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...