Framlög styrktarforeldra á Google korti
Nú hafa SOS Barnaþorpin á Íslandi sett upp Google kort sem sýnir upplýsingar um staðsetningu allra SOS Barnaþorpa sem íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir styðja við. Um er að ræða 438 þorp víðsvegar um heiminn.
Ásamt því að geta forvitnast um staðsetningu og útlit þorpanna geta stuðningsaðilar séð upplýsingar um framlög og peningagjafir til barna. Um er að ræða mjög spennandi möguleika þar sem hægt er að sjá með einföldum hætti hvert fjármagnið fer.
Alls voru framlög styrktarforeldra 351 milljón króna árið 2016.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...