Fréttablað SOS komið út
Þriðja og síðasta tölublað ársins af fréttablaði SOS Barnaþorpanna á Íslandi er komið út og er dreifing á því að hefjast til styrktaraðila. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Mari Järsk sem er alin upp í SOS barnaþorpi í Eistlandi en býr nú á Íslandi.
Einnig er viðtal við Jón. P. Pétursson sem sýndi mikið örlæti með því að gefa SOS Barnaþorpunum 10 milljónir króna á dögunum. Í blaðinu má líka finna frásagnir íslenskra styrktarforeldra af heimsóknum sínum í SOS barnaþorp, umfjöllun um fjölskyldueflingarverkefnin sem fjármögnuð eru af SOS á Íslandi og ýmislegt fleira.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...