Fréttablaði SOS dreift á öll heimili landsins
Fyrsta tölublað ársins 2019 af fréttablaðinu okkar er farið í drefingu og að þessu sinni er blaðinu dreift inn á öll heimili landsins í tilefni af 30 ára starfsafmæli SOS á Íslandi.
Í blaðinu kemur m.a. fram að yfir 73 þúsund Íslendingar hafa styrkt SOS Barnaþorpin á þessum 30 árum og yfir 21 þúsund börn í SOS barnaþorpum hafa átt íslenska styrktarforeldra.
Einnig er frásögn af heimsókn framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi til Eþíópíu þar sem við hjálpum sárafátækum fjölskyldum til sjálfshjálpar með Fjölskyldueflingu SOS, - umfjöllun um styrktarleiðir SOS Barnaþorpanna, - frásögn styrktarforeldris af heimsókn í barnaþorp í Indlandi - og sýnt hvernig framlögum til SOS er ráðstafað.
En umfram allt, takk Íslendingar fyrir stuðninginn í 30 ár.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...