Fréttayfirlit 8. maí 2019

Fréttablaði SOS dreift á öll heimili landsins

Fyrsta tölublað ársins 2019 af fréttablaðinu okkar er farið í drefingu og að þessu sinni er blaðinu dreift inn á öll heimili landsins í tilefni af 30 ára starfsafmæli SOS á Íslandi.

Í blaðinu kemur m.a. fram að yfir 73 þúsund Íslendingar hafa styrkt SOS Barnaþorpin á þessum 30 árum og yfir 21 þúsund börn í SOS barnaþorpum hafa átt íslenska styrktarforeldra. 

Einnig er frásögn af heimsókn framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi til Eþíópíu þar sem við hjálpum sárafátækum fjölskyldum til sjálfshjálpar með Fjölskyldueflingu SOS, - umfjöllun um styrktarleiðir SOS Barnaþorpanna, - frásögn styrktarforeldris af heimsókn í barnaþorp í Indlandi - og sýnt hvernig framlögum til SOS er ráðstafað.

En umfram allt, takk Íslendingar fyrir stuðninginn í 30 ár.

Rafræna útgáfu af blaðinu má nálgast hér

Forsíðan_1_2019.jpg

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...