Fylgstu með íslenskum sjálfboðaliða hjá SOS í Nepal
Svala Davíðsdóttir, tæplega 19 ára stúlka úr Kópavogi, heldur á morgun miðvikudaginn 28. ágúst, til Katmandú, höfuðborgar Nepal þar sem hún mun sinna sjálfboðaliðastarfi í tveimur SOS barnaþorpum. Þar mun Svala sinna fimleikakennslu fyrir börnin næstu þrjá til fjóra mánuðina en hún hefur æft fimleika hjá Gerplu í 14 ár og séð þar um þjálfun barna.
Langaði mest að hjálpa börnum
„Ég hlakka mikið til að fara til Nepal. Mig hefur lengi dreymt um að fá tækifæri til að sinna hjálparstarfi og nú er það komið. Mest langaði mig til að hjálpa börnum. Ég er svo þakklát fyrir tækifærið að fá að vinna með börnunum í SOS barnaþorpunum í Katmandú,“ segir Svala sem verður búsett hjá bróður sínum meðan á dvölinni ytra stendur en hann er búsettur í Katmandú.
Fylgstu með Svölu á Instagram SOS
Svala ætlar að leyfa okkur Íslendingum að fylgjast með ævintýrum sínum í Nepal og birta reglulega frásagnir í myndskeiðum á Instagramsíðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi, @sosbarnathorpin. Eins og áður segir fer hún af landi brott á morgun miðvikudag en mætir í SOS barnaþorpið í Sanothimi næstkomandi mánudag, 2. september.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...