Fréttayfirlit 4. maí 2020

Fyrsta SOS-fréttablað ársins komið út

Fyrsta SOS-fréttablað ársins er komið út og er nú í dreifingu til styrktaraðila. Í blaðinu er viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur um heimsókn hennar til til styrktarbarna sinna í barnaþorpi á Indlandi.

Covid-19 faraldurinn er að sjálfsögðu nokkuð áberandi í þessu tölublaði. Börn í barnaþorpum segja frá sinni upplifun á heimsfaraldrinum og við segjum frá hvaða áhrif faraldurinn hefur á starf SOS Barnaþorpanna.

Í blaðinu er rætt við Pálínu Sigurðardóttur í Reykjavík og styrktardóttur hennar í barnaþorpi á Indlandi. Einnig er viðtal við konu í Fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu sem yfirgaf ofbeldishneigðan eiginmann með börn sín.

Rúrik Gíslason velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi ritar pistil, við segjum söguna á bak við Flóttabangsann, táknmynd barns á flótta, frá atvinnuhjálp unga fólksins í Sómalíu og Sómalílandi og á íslensku barnasíðunni eru myndir frá heimsóknum barna á skrifstofuna okkar í Hamraborg á öskudaginn.

Hér fyrir neðan geturðu skoðað blaðið rafrænt í tölvunni þinni eða í símanum.

 

Öll fréttablöð SOS Barnaþorpanna á Íslandi eru aðgengileg hér á heimasíðunni okkar.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...