Fréttayfirlit 4. maí 2020

Fyrsta SOS-fréttablað ársins komið út

Fyrsta SOS-fréttablað ársins er komið út og er nú í dreifingu til styrktaraðila. Í blaðinu er viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur um heimsókn hennar til til styrktarbarna sinna í barnaþorpi á Indlandi.

Covid-19 faraldurinn er að sjálfsögðu nokkuð áberandi í þessu tölublaði. Börn í barnaþorpum segja frá sinni upplifun á heimsfaraldrinum og við segjum frá hvaða áhrif faraldurinn hefur á starf SOS Barnaþorpanna.

Í blaðinu er rætt við Pálínu Sigurðardóttur í Reykjavík og styrktardóttur hennar í barnaþorpi á Indlandi. Einnig er viðtal við konu í Fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu sem yfirgaf ofbeldishneigðan eiginmann með börn sín.

Rúrik Gíslason velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi ritar pistil, við segjum söguna á bak við Flóttabangsann, táknmynd barns á flótta, frá atvinnuhjálp unga fólksins í Sómalíu og Sómalílandi og á íslensku barnasíðunni eru myndir frá heimsóknum barna á skrifstofuna okkar í Hamraborg á öskudaginn.

Hér fyrir neðan geturðu skoðað blaðið rafrænt í tölvunni þinni eða í símanum.

 

Öll fréttablöð SOS Barnaþorpanna á Íslandi eru aðgengileg hér á heimasíðunni okkar.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...