Fréttayfirlit 9. júlí 2018

Gáfu SOS Barnaþorpunum 15.312 krónur

Það er óhætt að segja að þrjár ungar dömur á Selfossi séu með hjartað á réttum stað. Þær Vanesa, Guðrún Birna og Brynhildur Ruth sem eru 9 og 10 ára tóku saman nokkra muni úr fórum sínum og höfðu til sölu á fjölförnum stað. Eftir stóðu þær með 15.312 krónur sem þær ákváðu að gefa til SOS Barnaþorpanna og brosandi út að eyrum mættu þær með upphæðina á skrifstofuna okkar í Kópavogi. Þær sögðu að einn góðhjartaður vegfarandi hafi látið þær fá 10 þúsund krónur fyrir þetta góða málefni.

Fjárhæðinni sem Vanesa, Guðrún Birna og Brynhildur Ruth söfnuðu verður varið í fjölskyldueflingarverkefni í Tulu Moye í Eþíópíu sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna. Þessar frábæru stelpur á Selfossi eru nú orðnir SOS fjölskylduvinir og eiga þátt í því að umkomulaus börn í Tulu Moye geta fengið mat á hverjum degi og aðstoð til að búa sig undir framtíðina.

Um leið og við þökkum stelpunum kærlega fyrir bendum við á að hægt er að gerast Fjölskylduvinur hér á heimasíðunni okkar.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...