Fréttayfirlit 14. september 2021

Gefur framlög undir dulnefni

Gefur framlög undir dulnefni

Það er alltaf gaman að lesa frásagnir af áhugaverðu fólki og meðal reglulegra styrktaraðila SOS eru einmitt margir slíkir einstaklingar. Undanfarin tvö ár, um það bil, hefur maður nokkur gert sér ferð á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Kópavogi á um það bil mánaðarfresti og gefið tíu þúsund króna framlag undir dulnefni.

Hann vill aðeins að framlögin sín séu skráð undir nafninu „Ketill skrækur". Stundum spjallar hann við okkur um fótbolta og þá helst um Liverpool. Hann er síður hrifinn af Manchester United.

Eitt sinn, fyrr á þessu ári, kom „Ketill" og afhendi 30.000 krónur. Hann hafði þá ekki komist til okkar í þrjá mánuði en vildi ekki sleppa úr greiðslu. Okkur lék forvitni á að vita aðeins meira um þennan dularfulla og góðhartaða mann og samþykkti hann með glöðu geði að veita okkur viðtal sem við gætum deilt með fylgjendum samfélagsmiðla okkar og heimasíðu.

Ég veit að það eru líka fátæk börn á Íslandi og ég styrki þeirra málefni líka. „Ketill skrækur"

„Ketill skrækur" er persóna í leikritinu Skugga-Sveini. „Hann var einhver furðufugl. Svona álíka skrítinn og ég," segir „Ketill" og glottir. „Það samrýmist trúarskoðunum mínum sem kristinn maður að gefa til góðgerðarmála undir nafnleynd. Að hafa leynd yfir þessu en ekki vera að auglýsa það þó maður geri einhvern tímann eitthvað af viti."

„Ketill" er 67 ára og er hættur að vinna. Hann segist hafa valið að styrkja SOS Barnaþorpin af því að neyðin á Indlandi og víðar hreyfði við honum. „Ég veit að það eru líka fátæk börn á Íslandi og ég styrki þeirra málefni líka. „Ég sé að hjálparstarfið ykkar leiðir til góðs og ég trúi því að framlögin skili sér á réttan stað."

„Ketill" segist hafa spilað lottó á árum áður fyrir 1.000 krónur á viku en svo ákveðið að hætta því og gefa peninginn frekar allan til góðgerðarmála. „Þetta voru 52 þúsund krónur á ári og ég vildi frekar gefa það bara, Blindrafélaginu eða eitthvað. Ég held að flestir sem spila í lottóiu séu meira að gera það til að vinna frekar en að styrkja," sagði „Ketill" sem leyfði okkur að smella af sér meðfylgjandi mynd áður en hann kvaddi. „Sjáumst aftur í næsta mánuði."

Stakt framlag

Gefa stakt framlag

Stakt framlag

Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að byggja ný barnaþorp, sinna uppbyggingu og halda úti umbótaverkefnum um heim allan. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna!

Styrkja