Fréttayfirlit 23. september 2016

Góðgerðarráð Versló styrkir SOS Barnaþorpin í Kosovo

SOS Barnaþorpin fengu nýverið styrk frá Góðgerðarráði Verzlunarskóla Íslands sem safnað var á síðasta skólaári. Alls söfnuðust 612 þúsund krónur sem fara óskipt til ungbarnaheimila SOS Barnaþorpanna í Pristina, höfuðborg Kosovo.

Ungbarnaheimilin í Pristina sjá um yfirgefin ungbörn í fjölskylduvænu umhverfi þar til varanlegir foreldrar finnast. Börnin eru flest á aldrinum 0-3 ára og hafa verið yfirgefin á fæðingadeildinni. Yfirgefin ungbörn er nokkuð stórt vandamál í Kosovo, en í aðeins einu sjúkrahúsi í Pristina eru um 30-40 börn yfirgefin á hverju ári. Það er mikil þörf á úrræði fyrir þessi börn og ungbarnaheimili SOS eru eitt svar við þeirri þörf. Heimilin eru byggð á þeim grunni að öll börn þurfa öruggt heimili á öllum stundum. Heimilin geta séð um alls 24 börn í einu og er stærsta og eitt af fáum úrræðum á þessu sviði í landinu.

Fjármagnið frá Góðgerðarráði Versló verður nýtt til bleyju- og þurrmjólkurkaupa fyrir börnin.

Við þökkum Góðgerðarráðinu kærlega fyrir þennan flotta stuðning.

Myndir frá ungbarnaheimili SOS í Pristina:

73250.jpg

baby1.jpg

baby2.jpg

73248.jpg

73247.jpg

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...