Fréttayfirlit 30. desember 2019

„Guðrún er núna hetjan okkar“

„Guðrún er núna hetjan okkar“

„Við erum Guðrúnu mjög þakklát. Það er mikil fyrirhöfn í 57 lopapeysum og hún er núna hetjan okkar,“ segir Rodica Marinoiu, framkvæmdastýra SOS barnaþorpsins í Hemeius, um Guðrúnu Kristinsdóttur á Húsavík. Eins og við höfum fjallað um hófst Guðrún handa við prjónamennskuna í febrúar sl. og fengu börnin, SOS mæðurnar og starfsfólkið í barnaþorpinu lopapeysurnar afhendar skömmu fyrir jól.

Fjallað var um afhendinguna á lopapeysunum í kvöldfréttum RÚV 27. desember sl. Í fréttinni er Guðrúnu sýnt myndskeið frá afhendingunni á peysunum í Rúmeníu og snerti það hana beint í hjartastað. „Nú tárast ég bara eftir að hafa horft á þetta. Og vita að allt er komið á leiðarenda. Ég er ægilega þakklát. Ég átti aldrei von á að geta séð þetta með eigin augum, krakkana í peysunum að leika sér og skreyta jólatré þetta er bara magnað,“ segir Guðrún í fréttinni sem sjá má hér að neðan í örlítið lengdri útgáfu af SOS á Íslandi með myndefni okkar frá Rúmeníu.

Nýlegar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.