Fréttayfirlit 25. október 2018

Hagyrðingakvöld til styrktar SOS

Það kom til tals hjá okkur í sumar að halda fjáröflunarviðburð af einhverju tagi fyrir samtökin og þegar hugmynd um hagyrðingakvöld var nefnd féll hún strax vel í kramið. SOS Barnaþorpin eiga velgjörðarmenn víða, meðal annars í hagyrðingasamfélaginu og því reyndust hæg heimatökin. Hagyrðingasamkomur eru hin mesta skemmtun og eru oftast nær mjög vel sóttar á landsbyggðinni en lítið hefur verið um slíkar samkomur á höfuðborgarsvæðinu.

Nú efna SOS Barnaþorpin til hagyrðingakvölds í Fáksheimilinu í Víðidal, fimmtudagskvöldið 8. nóvember klukkan 20:00. Við höfum fengið til liðs við okkur hóp valinkunnra og þekktra hagyrðinga til að yrkjast á um málefni líðandi stundar og kitla hláturtaugar áhorfenda. Ómar Ragnarsson, Kristján Hreinsson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigurlín Hermannsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir sitja á pallinum. Annar kunnur hagyrðingur, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, heldur svo um stjórnartaumana og allt er til staðar svo úr geti orðið stórskemmtileg kvöldstund í Víðidalnum fimmtudagskvöldið 8. nóvember næstkomandi.

Við stillum verðinu í hóf, það kostar aðeins 1500 krónur inn á viðburðinn og innifalið í verðinu er kaffi, kleinur og jafnvel flatkökur með hangikjöti. Þetta er þó eftir allt saman fjáröflunarviðburður og viðstaddir geta greitt frjálst framlag fyrir að panta vísu hjá hagyrðingunum.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest á hagyrðingakvöldinu í Fáksheimilinu 8. nóvember.

Skráning er á Facebooksíðu viðburðarins.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...