Fréttayfirlit 15. febrúar 2018

Hans Steinar nýr upplýsingafulltrúi SOS

Hans Steinar Bjarnason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Hans Steinar hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, nú síðast sem íþróttafréttamaður á RÚV. Áður gegndi hann starfi íþróttafréttamanns og þáttastjórnanda á Stöð 2, Stöð 2 Sport og Sýn sem og dagskrárgerðarmanns og útsendingastjóra í útvarpi og sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt.

„Það hefur í talsverðan tíma blundað í mér að fást við nýjar áskoranir eftir rúm 28 ár í fjölmiðlabransanum,“ segir Hans Steinar. „Ég gæti vart hugsað mér betri stað til þess en að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá SOS Barnaþorpunum. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á nýjum vettvangi.“

Alls bárust 61 umsókn um starfið og þakka SOS Barnaþorpin öllum þeim sem sýndu því áhuga.

Fráfarandi upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna, Sunna Stefánsdóttir, lætur af störfum í lok febrúar og hverfur þá til starfa hjá Garðabæ. Eru henni þökkuð góð störf fyrir SOS Barnaþorpin og óskað góðs gengis í nýju starfi.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...