Fréttayfirlit 1. júlí 2016

Heimurinn gleymir tíunda hverju barni

Heimurinn gleymir tíunda hverju barni

Við höfum nú þegar komist yfir margar hindranir sem staðið hafa í vegi fyrir réttindum barna og þau njóta nú meiri réttinda en áður. En þrátt fyrir ágætan árangur er enn hætta á að börn án umönnunar foreldra, og fjölskyldur sem eiga í hættu á að sundrast, verði áfram útundan í alþjóðaumræðu og aðgerðum til að bæta rétt barna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem nýverið kom út á vegum SOS Barnaþorpanna í Noregi. Árið 2009 lifðu að minnsta kosti 24 milljónir barna án umönnunar foreldra – um 1% barna á heimsvísu. Árið 2015 var eitt af hverjum 10 börnum í heiminum án umönnunar foreldra eða í hættu að að missa hana.

Ýmsar ástæður eru fyrir því að foreldralaus börn eru oft útundan í umræðu og aðgerðum.  Í fyrsta lagi vantar gögn og skilgreiningar á mismunandi stigum varnarleysis barna. Í öðru lagi er lítið til af gögnum um orsakir og afleiðingar þess að missa foreldra. Úttektir og rannsóknir eru miðaðar að einstaka málefnum, en það getur skemmt fyrir heildrænni sýn og athugunum sem betur gætu hjálpað þroska barna. Ef til dæmis aðeins börn inni á heimilum eru rannsökuð, verða þau sem ekki eru hluti af heimilum ósýnileg í niðurstöðum rannsóknarinnar. Ef þessi börn fá ekki stuðning, og eins þær fjölskyldur sem eru á barmi þess að sundrast, getur það haft afar slæmar afleiðingar á framþróun í réttindum barna, og getur jafnvel  orsakað versnandi aðstæður þessara barna á heimsvísu.

Stuðningur við umkomulaus börn borgar sig

Þegar samfélög fjárfesta í börnum í slæmum aðstæðum geta þau fengið það fjármagn margfalt til baka, þá sérstaklega þegar fjárfest er í yngstu börnunum. Þegar börn í slæmum aðstæðum fá möguleika á að þroskast í nærandi umhverfi þar sem þau geta nýtt hæfileika sína til fulls fær samfélagið allt að 400-1000 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem nýttar eru til að bæta aðstæður umkomulausra barna. En þrátt fyrir að flest öll lönd heimsins hafi samþykkt Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, og mörg þeirra stefni að lögfestingu sáttmálans, ná þau ekki að finna hagnýtar lausnir til að tryggja að öll börn hafi grunnréttindi.

Þetta er bara nokkrar af þeim niðurstöðum sem fram koma í skýrslunni sem unnin var í í 12 löndum. Í skýrslunni segir nauðsynlegt að til séu greinagóðar upplýsingar sem sýna stöðu barna svo hægt sé að vinna að bættum rétti allra barna. 

Hér má lesa skýrsluna í heild.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...