Fréttayfirlit 18. maí 2016

Hvað gerist þegar börnin verða fullorðin?

Langflestir ungar fljúga úr hreiðrinu einhvern tíma á lífsleiðinni og það á einnig  við um börnin í barnaþorpum SOS. Ýmislegt er gert til að aðstoða SOS-börn við að komast inn á atvinnumarkaðinn og samstarf milli flutningafyrirtækisins DHL (Deutcshe Post DHL group) og SOS Barnaþorpanna er dæmi um vel heppnað verkefni á þessu sviði.

Frá árinu 2011 hefur DHL aðstoðað ungmenni á aldrinum 15 – 25 ára, bæði frá barnaþorpum og fjölskyldueflingarverkefnum SOS, við að setja sér markmið og byggja upp sjálfstraust í starfi. Verkefnið breiddist hratt út og DHL er nú í samstarfi við SOS Barnaþorpin í 26 löndum.

Grunnhugmynd verkefnisins er að starfsmenn DHL starfi náið með ungmennunum, hlusti á þarfir og áhuga þeirra og svari með því að gefa skipulagða þjálfun með tilliti til möguleika í landinu. Öll önnur hugmyndavinna á sér stað í því landi sem fyrirtækið starfar og því eru verkefnin nokkuð mismunandi eftir staðsetningu. Í Suður-Afríku er um að ræða skipulagða starfsþjálfun, í Brasilíu eru haldin 13 vikna námskeið og haldin eru frumkvöðlanámskeið í Úganda. Öll eiga þó verkefnin sameiginlegt að vera skipulögð af stafsmönnum DHL í sjálfboðastarfi.

Góður árangur á stuttum tíma

MyndbandÁrið 2015 hófst verkefnið í Nígeríu með 20 ungmennum sem heimsóttu mismunandi starfsdeildir innan DHL. 40 ungmenni tóku svo þátt í námskeiði og nú eru 9 ungmenni í starfsþjálfun hjá fyrirtækinu og fleiri munu bætast við von bráðar.  Samkvæmt framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpanna í Nígeríu skiptir verkefnið miklu máli við að aðstoða ungmenni til að öðlast sjálfstæði. Hann segir DHL verkefnið gefa ungmennunum innsýn inn í mismunandi starfsmöguleika og aðstoða þau þannig við að uppgötva hæfni sína og áhuga, sem nauðsynlegt er að hafa til að byggja upp góðan starfsferil.  

Árið 2015 var úttekt gerð á samstarfi DHL og SOS, önnur ítarlega úttektin sem gerð hefur verið á samstarfstímabilinu, sem sýndi að samstarfið hafði á skýran máta styrkt sjálfsmynd, metnað, ábyrgð og öryggi ungmenna í atvinnuleit. Einnig sýndi úttektin að samstarfið er jákvætt fyrir starfsmenn DHL sem öðlast nýja þekkingu og hæfni, aukið stolt yfir að geta gefið til baka til samfélagsins og aukna meðvitund um stéttaskiptingu innan samfélags síns. 


Samstarf DHL og SOS Barnaþorpanna er virkt í eftirfarandi löndum:

(2011) Madagaskar, Suður-Afríka, Víetnam, Brasilía
(2012) Gana, Kenía, Mexíkó
(2013) Eþíópía, Úganda, Jórdanía, Marokkó, Perú, Panama, Kosta Ríka
(2014) Indónesía, El Salvador, Taíland, Kólumbía, Paraguay, Márítíus, Svasíland, Haítí, Dóminíska lýðveldið, Litháen
(2015) Tansanía, Nígería

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...