Hvert fóru framlögin árið 2017?
Annað árið í röð birtum við nú ítarlegar upplýsingar um það hvert framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina fara.
Á gagnvirku Google-heimskorti má nú skoða hvert einasta barnaþorp sem Íslendingar styrktu árið 2016 og 2017 og sjá upp á krónu hver framlögin voru til hvers barnaþorps. Einnig má sjá hve mikið börnin í hverju þorpi fengu í peningagjafir frá styrktarforeldrum sínum.
Alls námu framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina kr. 392,5 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 437 barnaþorp í 107 löndum. Af þessari upphæð voru 11,7 milljónir króna peningagjafir inn á framtíðarreikninga styrktarbarna.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...