Fréttayfirlit 15. maí 2020

Inga Lind: Þetta eru bara eðlilegir krakkar

Inga Lind Karlsdóttir ræddi við Lindu Blöndal í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut um heimsókn sína í SOS barnaþorpið í Greenfields á Indlandi. Þar hitti Inga styrktarbörnin sín sem hún byrjaði að styrkja þegar hún var 18 ára. Eldra „barnið" er kona sem er orðin þrítug og fyrir löngu farin að standa á eigin fótum og svo 17 ára piltur sem Inga hefur styrkt síðan hann var 5 ára.

GERAST SOS-FORELDRI

„Þetta eru bara eðlilegir krakkar, fólk, sem fær frábæra æsku þrátt fyrir hrakningar og slæmt útlit í byrjun,“ segir Inga um börnin í barnaþorpinu. Á ferð sinni um höfuðborgina Delí í janúar sl. bar margt fyrir augu Ingu Lindar og fjölskyldu hennar, eins og heimilislaus börn á götunni.

„Maður sér ýmislegt í Delí þegar maður fer þangað. Margt sem tekur á og stingur í hjartað en kannski það versta er sem ég sá ekki. Ég sá til dæmis ekki 12 milljónir barna sem eru í barnaþrælkun. Sem hefðu geta verið Pushkar og bræður hans."

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...