Fréttayfirlit 1. september 2017

Ísland styrkir heimili fyrir ung börn

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að styrkja verkefni samtakanna í Grikklandi um 20.000 evrur. Um er að ræða heimili fyrir börn yngri en fimm ára sem af einhverjum ástæðum geta ekki verið hjá líffræðilegum foreldrum, hafa orðið fyrir ofbeldi og/eða vanrækslu.

Á heimilinu ríku sannkölluð fjölskyldustemning en þar fá börnin sálfræðiaðstoð, menntun og stuðning ásamt því að í einhverjum tilvikum er unnið að sameiningu við foreldra.

Heimilið hefur verið starfandi síðan árið 2009 en börnin dvelja þar í mesta lagi tvö ár. Eftir það eignast þau heimili í SOS Barnaþorpi, eru ættleidd eða fara til líffræðilegra foreldra.

SOS Babies Home 4.jpgÍ þeim tilvikum sem börnin fara aftur til líffræðilegra foreldra hafa SOS Barnaþorpin veitt foreldrunum aðstoð við hæfi og gengið í skugga um að þeir séu hæfir. Þá er náin eftirfylgni með fjölskyldunum.

Á þeim sjö árum sem heimilið hefur verið starfandi hafa 69 börn átt þar heima. Í dag eru þar 21 barn, það yngsta er 14 mánaða og það elsta 5 ára. Þá má nefna að nokkur barnanna koma af ungbarnaheimili SOS en þar dvelja kornabörn sem koma beint af spítalanum, til SOS. Þá er um að ræða annað hvort vanrækslu eða þá að þau hafi verið yfirgefin á spítalanum eftir fæðingu.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...