Fréttayfirlit 30. maí 2018

Íslendingar gefa skó til Nígeríu

Laug­ar­dag­inn 2. júní n.k. fer fram nokkuð áhuga­vert fjöl­skyldu­hlaup við Rauðavatn en til­gang­ur þess er að safna íþrótta­skóm fyr­ir börn og ung­menni í Níg­er­íu. Hlaupið verður 3,5 km hindr­un­ar­hlaup kring­um Rauðavatn og er þátt­töku­gjaldið eitt vel með farið par af íþrótta­skóm sem send­ir verða með DHL til SOS Barnaþorp­anna í Níg­er­íu.

90 millj­ón­ir ung­menna und­ir 18 ára aldri

Níg­er­ía er þétt­býl­asta land Afr­íku og það sjö­unda fjöl­menn­asta í heimi. Þar búa 186 millj­ón­ir manna, þar af 90 millj­ón­ir ung­menna und­ir 18 ára aldri og er það þriðja hæsta ung­menna­hlut­fall allra þjóða í heimi. Þó landið sé ríkt af auðlind­um er mis­skipt­ing mik­il og yfir 60 pró­sent íbúa lifa und­ir fá­tækt­ar­mörk­um. SOS Barnaþorp­in eru stærstu einka­reknu barna­hjálp­ar­sam­tök­in í heim­in­um sem sér­hæfa sig í að út­vega munaðarlaus­um og yf­ir­gefn­um börn­um heim­ili, for­eldra og systkini. Um 9 þúsund Íslend­ing­ar eru SOS styrktar­for­eldr­ar og fá reglu­lega send­ar mynd­ir og frétt­ir af sínu barni úti í heimi. Starf­semi sam­tak­anna á Íslandi miðar að því að afla styrkt­araðila fyr­ir hjálp­ar­starf sam­tak­anna í 126 lönd­um. Um 25 þúsund Íslend­ing­ar styrktu SOS barnaþorp­in á síðasta ári, meðal ann­ars sem styrktar­for­eldr­ar, barnaþorps­vin­ir og fjöld­skyldu­vin­ir. 130 Íslend­ing­ar styrkja verk­efni sam­tak­anna í Níg­er­íu með mánaðarleg­um fram­lög­um. Alls 82% af fram­lög­um Íslend­inga á síðasta ári runnu beint til verk­efna SOS Barnaþorp­anna og kostnaður­inn því lít­ill við starf­semi sam­tak­anna hér á landi. 

Margþætt mark­mið með hlaup­inu

SOS Barnaþorp­in á Íslandi, Morg­un­blaðið, Mbl.is og K100 standa að fyrr­greindu fjöl­skyldu­hlaupi sem er und­ir yf­ir­skrift­inni Skór til Afr­íku. En af hverju varð Níg­er­ía fyr­ir val­inu? „Okk­ur þótti það til­valið því Ísland og Níg­er­ía eru sam­an í riðli á HM í fót­bolta í júní og það eru fjög­ur SOS Barnaþorp í Níg­er­íu. Það eru 320 ein­stak­ling­ar í 46 fjöl­skyld­um í þess­um þorp­um en miklu fleiri njóta aðstoðar okk­ar í gegn­um sér­staka fjöl­skyldu­efl­ingu sam­tak­anna. Þess­ir skór munu því koma að góðum not­um,“ seg­ir Hans Stein­ar Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi SOS Barnaþorp­anna á Íslandi. Hulda Bjarna­dótt­ir, sem stýr­ir verk­efn­inu fyr­ir hönd Árvak­urs seg­ir hug­mynd­inni ætlað að ná utan um heil­brigðan lífstíl og góða sam­veru­stund en einnig að þau verðmæti sem marg­ir Íslend­ing­ar eiga í skáp­un­um sín­um fái nýtt nota­gildi.

Vel­gjörðarsendi­herr­ar gefa skó

„Það er með ólík­ind­um að fá­tækt­in sé svona mik­il í eins ríku landi og Níg­er­ía er. Og erfitt að horfa á þetta héðan úr norðrinu og geta lítið gert! En lítið er samt betra en ekk­ert og þess­vegna finnst mér þetta fjöl­skyldu­hlaup al­veg bráðsniðug leið til að sýna stuðning og vináttu í verki við þjóð sem teng­ist okk­ur á HM. Svona gera heims­meist­ar­ar! Þetta frá­bært tæki­færi til að gera sér glaðan dag með fjöl­skyld­unni og láta um leið gott af sér leiða í sum­ar­blíðunni“ seg­ir söng­kon­an og fast­eigna­sal­inn Hera Björk sem er einn af þrem­ur vel­gjörðarsendi­herr­um SOS Barnaþorp­anna á Íslandi. Því embætti gegna líka for­setafrú­in El­iza Reid og Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, æv­in­týra­kona og pólfari.

Hlaupið hefst klukk­an 10 að morgni laug­ar­dags­ins 2. júní og stend­ur skrán­ing í það yfir á mbl.is.

Fólk getur einnig sýnt verkefninu stuðning með myndatöku og myllumerkinu #skortilafriku á samfélagsmiðlum. Hér í frétt á Mbl má sjá myndir frá fjölmörgum kunnum Íslendingum sem taka þátt í verkefninu með því að gefa skó til Nígeríu.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...