Kópavogsbær styrkir SOS á Íslandi
Í rekstri SOS Barnaþorpanna á Íslandi er þess ávallt gætt að halda öllum kostnaði eins langt niðri og mögulegt er. Árlega leggur bæjarráð Kópavogs sín lóð á vogarskálarnar hvað það varðar með styrk til greiðslu fasteignaskatts.
25. júlí sl. samþykkti bæjarráð Kópavogs styrk til SOS að upphæð kr. 283.950.- til greiðslu fasteignaskatts árið 2019. Þessi styrkur jafngildir því að 6 börn í SOS barnaþorpum fái styrktarforeldra.
Rekstrarkostnaður SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2018 var aðeins 16% sem er með því lægsta sem gerist. Um það og fleira úr rekstri samtakanna má lesa í ársskýrslunni sem er aðgengileg á heimasíðu okkar.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...