Fréttayfirlit 8. október 2024

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Fátt er erfiðara að horfa upp á en börn í neyð og það má með sanni segja að neyð barna í heiminum hafi sjaldan verið meiri. SOS Barnaþorpin hafa í áratugi sinnt neyðaraðgerðum í stríði og hamförum um allan heim og á þessu ári hefur SOS á Íslandi m.a. sent fjármagn til neyðaraðgerða samtakanna í Palestínu, Úkraínu og Súdan.

SOS NEYÐARVINUR

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum okkar lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá Odds Barónum en það er félagsskapur nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ sem spila saman keppnisgolf á miðvikudögum. Á lokahófi Baróna á dögunum var ákveðið að sigurvegari sumarsins fengi peningaverðlaun sem renna skyldu til góðgerðarmálefnis að eigin vali.

Dofri stóð uppi sem sigurvegari og valdi hann að verðlaunaféð rynni til SOS Barnaþorpanna í Súdan. Dofri stóð uppi sem sigurvegari og valdi hann að verðlaunaféð rynni til SOS Barnaþorpanna í Súdan.

180.000 krónur til Súdan

Dofri Þórðarson stóð uppi sem sigurvegari og valdi hann að styrktarféð, samtals 180 þúsund krónur, rynni til neyðarsöfnunar SOS Barnaþorpanna fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátaka og hungursneyðar í Súdan. Þetta er í fyrsta skipti Barónar keppa um verðlaunafé hyggjast þeir hafa þennan hátt á framvegis, velja sér góðgerðarmálefni og láta gott af sér leiða.

SOS Barnaþorpin þakka Barónum kærlega fyrir stuðninginn við börn og fjölskyldur þeirra í Súdan. Við vonum að þetta framlag Odds Baróna verði fleirum hvatning til að láta gott af sér leiða í þágu barna sem eiga um sárt að binda á stríðshrjáðum svæðum.

Ástand­ið í Súd­an er orð­ið að stærstu mann­úð­ar­krísu í heim­in­um í dag. Yfir 100 manns deyja dag­lega úr hungri og millj­ón­ir líða nær­ing­ar­skort. Yfir 25 millj­ón­ir manna, helm­ing­ur íbúa Súd­an, eru hjálp­ar­þurfi. Ástand­ið í Súd­an er orð­ið að stærstu mann­úð­ar­krísu í heim­in­um í dag. Yfir 100 manns deyja dag­lega úr hungri og millj­ón­ir líða nær­ing­ar­skort. Yfir 25 millj­ón­ir manna, helm­ing­ur íbúa Súd­an, eru hjálp­ar­þurfi.

Neyðaraðgerðir SOS í Súdan

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan 1978 og verið til staðar fyrir umkomu- og fylgdarlaus börn og ungmenni og barnafjölskyldur í sárafáækt. Þrjár neyðaraðgerðastöðvar hafa verið settar upp, ein í Súdan og tvær í nágrannaríkinu Chad. Aðgerðir okkar fela m.a. í sér:

  • Fjölskylduumönnun fylgdarlausra barna
  • Vernd og fræðsla
  • Aðgerðir til að tryggja lífsviðurværi
  • Tryggja fæðuöryggi
  • Fjárstyrkir og almenn neyðaraðstoð
  • Fjölskylduefling

Að­gerð­ir okk­ar í Súdan lúta ströngu eft­ir­liti al­þjóða­sam­taka SOS Children´s Villages sem hlot­ið hafa hina al­þjóð­legu CHS vott­un sem neyð­ar­hjálp­ar­sam­tök með til­heyr­andi ströng­um verk­ferl­um og eft­ir­liti. Fag­mennska í neyð­ar­að­gerð­um skipt­ir öllu máli.

Sjá einnig:

Yfir 19 millj­ón­ir barna í Súd­an ganga ekki í skóla
Stuðn­ing­ur SOS-for­eldra við börn í stríðs­hrjáð­um lönd­um skil­ar sér

SOS neyðarvinur

SOS neyðarvinur

SOS neyðarvinur

SOS Neyðarvinir styrkja neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra í stríði og á öðrum hamfarasvæðum. Neyðaraðgerðir sem SOS á Íslandi tekur nú þátt í að fjármagna eru í Palestínu, Úkraínu og Súdan. Ef þú vilt velja eitt þeirra landa til að styrkja skrifar þú nafn landsins í athugasemdadálkinn hér neðar. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur.

Stakt framlag Styrkja 2.500 kr á mánuði Styrkja 5.000 kr á mánuði Styrkja 10.000 kr á mánuði