Fréttayfirlit 19. nóvember 2015

Lítil kraftaverk

Huginn Þór Grétarsson er höfundur barnabókarinnar Lítil kraftaverk. Bókin er tileinkuð hjálparsamtökum sem aðstoða börn um víða veröld. „Ekki fæðast allir með sömu tækifæri til að afla sér lífsviðurværis og matar og nauðsynlegt er að reyna að aðstoða fátækari þjóðir við að koma undir sig fótunum,“ segir í bókinni.

Lítil kraftaverk fjallar um drenginn Manga sem ferðast til Úganda, Perú og Indónesíu með fjölskyldu sinni og heimsækir þar SOS Barnaþorp en fjölskylda Manga er styrktarforeldri þriggja SOS barna í þeim þorpum.

Ásamt því að hitta styrktarbörnin sem hann hefur skrifast á við í gegnum árin, fræðist hann um aðra menningarheima, aðrar venjur og lífið í SOS Barnaþorpum.

Lítil kraftaverk er frábær jólagjöf fyrir yngri kynslóðina og er fáanleg á skrifstofu SOS Barnaþorpanna. Þá er einnig hægt að kaupa bókina í vefverslun SOS eða panta eintak í síma 564-2910 og fá sent heim. Bókin kostar 2000 krónur og sé hún keypt hjá SOS (ekki í verslunum) rennur helmingur upphæðarinnar til SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Þess má geta að SOS Barnaþorpin komu ekki að útgáfu bókarinnar á neinn hátt.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...