Fréttayfirlit 12. október 2016

Matthew á Haítí – mikil þörf á aðstoð

Að minnsta kosti 25% af landsvæði Haítí og um 12% þjóðarinnar hafa orðið fyrir áhrifum frá fellibylnum Matthew. Fellibylurinn skall á landinu þann 4. október og olli miklum flóðum og skemmdum.  Samkvæmt upplýsingum frá ACAPS* er um ein og hálf milljón manns í þörf fyrir mannúðaraðstoð og þar af eru 750.000 taldir vera í verulegri hættu. Að minnsta kosti 61 þúsund hafa þurft að flýja heimili sín og búa nú í bráðabirgðahúsnæði á vegum yfirvalda. Þá hafa að minnsta kosti 1.000 látist af völdum fellibylsins.

Búist er við að þörf verði á meiri mannúðaraðstoð þegar langtímaáhrif fellibylsins láta á sér bera. Þá er helst litið til kólerufaraldurs sem vaxið hefur í kjölfar bylsins og mikilla skemmda á landbúnaðarafurðum sem mun skapa langtímavandamál er snúa að fæðuöryggi og lífsgæðum.

Hvað gera SOS Barnaþorpin?

SOS Barnaþorpin reka þrjú barnaþorp í landinu. Áður en fellibylurinn skall á Haítí voru varúðarráðstafanir gerðar og nú hafa SOS sett aðgerðir í gang til að draga úr neyð þeirra sem hafa orðið fyrir miklum áhrifum af hamförunum. Engin slys urðu á börnum og starfsfólki á vegum SOS af völdum fellibylsins en skemmdir urðu á heimilum og skólum. Þetta undirbúa SOS í Haítí þessa stundina:

  • Mat, hreinu vatni, hreinlætisvörum og öðrum nauðsynjum verður dreift til fjölskyldna í neyð.
  • Barnvæn svæði verða opnuð og þar verður heitur hádegismatur framreiddur fyrir börn á aldrinum 3-5 ára.
  • Endurbyggingar og lagfæringar á skólum, barnaþorpum og öðrum svæðum SOS Barnaþorpanna sem urðu fyrir skemmdum af völdum fellibylsins. Einnig verða skemmdir á almenningsskólum sem SOS byggðu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010 lagaðar.

Hægt er að styðja við neyðaraðstoð á Haítí með því að leggja frjálst framlag inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með skýringunni Haítí.

 

*ACAPS er skammstöfun fyrir Assessment Capacities Project sem starfar við að afla upplýsinga um aðstæður í neyðarástandi. 

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...