Frétta­yf­ir­lit 31. ág­úst 2015

Neyð­ar­að­stoð fyr­ir börn á flótta

SOS Barna­þorp­in hafa sett af stað neyð­ar­að­stoð í fimm lönd­um í Evr­ópu með því mark­miði að að­stoða flótta­fólk. Sam­tök­in eru stað­sett í 134 lönd­um víðs­veg­ar um heim­inn og eru því í góðri stöðu til að að­stoða flótta­fólk í neyð.

Gríð­ar­leg­ur fjöldi fólks hef­ur þurft að flýja heim­ili sín í Norð­ur-Afr­íku og Mið-Aust­ur­lönd­um og reyn­ir að kom­ast til Evr­ópu. Þeg­ar kom­ið er til Evr­ópu dvel­ur flótta­fólk­ið oft­ar en ekki í flótta­manna­búð­um við bág­ar að­stæð­ur. Alls hafa hátt í 200 þús­und manns kom­ið sjó­leið­ina til Evr­ópu en um er að ræða hættu­lega för þar sem bát­arn­ir eru oft­ar en ekki illa bún­ir.

Stað­reynd­in er sú að stór hluti flótta­fólks­ins eru börn, ann­ars veg­ar börn sem koma með fjöl­skyld­um sín­um og hins veg­ar þau sem koma ein síns liðs. SOS Barna­þorp­in hafa nú þeg­ar sett af stað neyð­ar­að­stoð til að hjálpa fólki á flótta og sem fyrr er lögð sér­stök áhersla á að­stoð við börn, og þá sér í lagi flótta­börn án for­eldra­fylgd­ar. Stríðs­átök í heima­land­inu er oft­ar en ekki ástæð­an fyr­ir flótt­an­um en einnig eru börn­in oft að flýja barna­brúð­kaup eða inn­göngu í vopna­sveit­ir.

Flótta­börn sem koma ein síns liðs eru í mik­illi hættu á að lenda í hönd­um of­beld­is­manna sem stunda barna­vændi, eit­ur­lyfja­smygl og man­sal. Því er gríð­ar­lega mik­il­vægt að að­stoða þau börn sem fyrst eft­ir kom­una til Evr­ópu.

-SOS Barnaþorpin á Ítalíu taka við flótta­börn­um sem koma ein síns liðs til lands­ins og þá hafa tvö neyð­ar­skýli ver­ið sett upp í Mantova og Vicenza. Þá verða nokk­ur barn­væn svæði einnig sett á lagg­irn­ar.

-SOS Barnaþorpin í Grikklandi sinna neyð­ar­að­stoð fyr­ir flótta­fólk ásamt því að sett verða upp neyð­ar­skýli fyr­ir flótta­börn sem koma ein síns liðs til lands­ins.

-SOS Barnaþorpin í Austurríki ætla að gefa 100 flótta­börn­um ný heim­ili á ár­inu, bæði í barna­þorp­um sem nú þeg­ar eru í land­inu en einnig á ung­menna­heim­il­um o.fl.

-SOS Barnaþorpin í Serbíu og í Makedóníu sinna neyð­ar­að­stoð fyr­ir flótta­fólk í lönd­un­um.

SOS Barna­þorp­in munu sinna neyð­ar­að­stoð­inni eins lengi og þörf er á en lík­leg­ast eykst þörf­in mik­ið á næstu mán­uð­um og árum. Hægt er að styðja við neyð­ar­að­stoð­ina með því að hringja í síma 907 -1001 (1.000 krónur) og í síma 907 - 1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að millifæra fram­lag á reikn­ing 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýr­ing­unni: Flóttafólk.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...