Fréttayfirlit 1. mars 2017

Neyðaraðstoð í Mið-Afríkulýðveldinu

SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð í Mið-Afríkulýðveldinu en blóðug styrjöld hefur geisað í landinu síðan árið 2013. Talið er að hálf þjóðin, eða rúmar tvær milljónir manna, þurfi á neyðaraðstoð að halda. Aðskilnaður barna og foreldra er stórt vandamál í landinu en talið er að ein og hálf milljón manna sé í hættu.

Eftir að samtökin létu meta aðstæður á svæðinu var ákveðið að leggja mesta áherslu á eftirfarandi þætti:

-Sálræna aðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjölskyldur sem misst hafa heimili sín.

-Menntun og frístundir fyrir börn og ungmenni.

-Næringu fyrir börn, þungaðar konur og konur með börn á brjósti.

Alls hafa 7500 börn komið í átta barnvæn svæði samtakanna þar sem boðið er upp á heita máltíð, sálræna aðstoð, skemmtun og aðstoð við nám. Þá hafa 450 ungmenni sem sýnt hafa merki um áfallastreituröskum hafið skólavist í SOS skólum. Þar fyrir utan hafa þúsundir barna og foreldra fengið matvælaaðstoð og heilbrigðisþjónustu frá samtökunum á síðustu árum.   

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...