Fréttayfirlit 7. mars 2017

Neyðaraðstoð SOS í Suður-Súdan

Hungursneyð var lýst yfir í einu fylkja Suður-Súdans í lok febrúar en landið er það yngsta í heimi. Það klauf sig frá Súdan árið 2011 og síðan árið 2013 hefur borgarastyrjöld geisað í landinu. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan árið 1978 en þegar Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki voru samtökin einnig stofnuð þar.

Átökin ásamt erfiðu efnahagsástandi eru megin ástæður hungursneyðarinnar. Verðbólga í landinu var um 800 prósent í fyrra sem hefur hindrað matvælaframleiðslu og búskap. Fjölskyldur eru neyddar til að flýja heimili sín. Staða barna í landinu er slæm en barnaþrælkun, kynferðisofbeldi á börnum og annað ofbeldi er því miður algengt.

Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna er að mestu leyti staðsett í höfuðborginni Juba og þar í kring. Helstu verkefni samtakanna eru matvælaaðstoð, sálræn aðstoð, heilbrigðisþjónusta, sameining fjölskyldna, barnavernd og menntun ásamt því að samtökin hafa komið upp neyðarskýlum og barnvænum svæðum.

Eins og í öðrum neyðarverkefnum SOS er áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. 

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...