Neyðarsafnanir fyrir Afríkuhorn og Pakistan
Öfgar í veðurfari eru að valda mikilli þjáningu fólks víða um heim, sérstaklega á Horni Afríku þar sem hungursneyð vofir yfir vegna þurrka og í Pakistan vegna flóða eftir monsúnrigningar. SOS Barnaþorpin hafa starfað á báðum þessum svæðum í tugi ára og það gerir okkur kleift að bregðast strax við hamförum af þessu tagi.
Lestu sögu móður í Kenía: Börnin fá nokkur hrísgrjón á dag
Neyðarsöfnun
Umræddar hamfarir eru af slíkri stærðargráðu að umbylta þarf allri núverandi mannúðaraðstoð okkar með tilheyrandi kostnaði. Almenningi er gefinn kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar og hefur neyðarsöfnununum verið hrundið af stað fyrir bæði þessi svæði.
Styrkja: Neyð á Horni Afríku
Styrkja: Neyð í Pakistan
SOS Barnaþorpin eiga í góðu samstarfi við önnur hjálparsamtök á staðnum og sem fyrr er höfuðáhersla SOS á velferð barna og fjölskyldna þeirra en um leið að mæta grunnþörfum fólks í lífshættu.
Við getum kannski ekki hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum.
Í fyrsta skipti eru SOS Barnaþorpin á Íslandi nú með þrjár safnafnir í gangi á sama tíma vegna mannúðaraðstoðar. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur starfsemi samtakanna einnig verið efld vegna ástandsins í Úkraínu og nágrannalöndum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Styrkja: Neyð í Úkraínu
Hvernig við hjálpum
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...