Frétta­yf­ir­lit 19. ág­úst 2021

Neyð­ar­söfn­un fyr­ir Haítí

Neyðarsöfnun fyrir Haítí

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa ákveð­ið að senda fjár­magn til SOS á Haítí sem stend­ur í neyð­ar­að­gerð­um vegna af­leið­inga jarð­skjálft­ans sem reið þar yfir sl. laug­ar­dag, 14. ág­úst. Af því til­efni hef­ur SOS á Ís­landi hrund­ið af stað neyð­ar­söfn­un til að gefa al­menn­ingi hér á landi kost á að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar.

Taktu þátt í neyðarsöfnun SOS hér!

Börn ein­söm­ul ráfandi um

Neyð­ar­ástand rík­ir á Haítí eft­ir jarð­skjálft­ann sem hafði þær af­leið­ing­ar að á þriðja þús­und manns hafa fund­ist lát­in. „Mörg börn eru á ráfi um ham­fara­svæð­ið, börn sem hafa orð­ið við­skila við for­eldra sína eða vita ekki um af­drif þeirra. Þessi börn eru ber­skjöld­uð fyr­ir hætt­um af ýmsu tagi og SOS Barna­þorp­in eru til stað­ar fyr­ir þau," seg­ir Fai­my Car­melle Loiseau, fram­kvæmda­stýra SOS Barna­þorp­anna á Haítí. Hún bend­ir jafn­framt á að ein af af­leið­ing­um skjálft­ans sé að fang­ar hafi slopp­ið úr fang­els­um og auki það enn frek­ar á ótta al­menn­ings að þeir gangi um laus­ir. Þess utan ógna glæpa­gengi einnig ör­yggi fólks.

Áætl­að er að jarð­skjálft­inn hafi haft áhrif á 1,2 millj­ón­ir, þar af 540 þús­und börn. Hátt á þriðja þús­und manns lét­ust í skjálft­an­um, margra er enn sakn­að, um 53 þús­und hús eyði­lögð­ust og 77 þús­und hús skemmd­ust. SOS Barna­þorp­in eru á staðn­um og taka þátt í björg­un­ar­að­gerð­um og upp­bygg­ingu sem ljóst er að munu halda áfram næstu vik­ur, mán­uði og jafn­vel ár.

Þrjú SOS barna­þorp eru á Hítí og er eitt þeirra, Les Cayes, skammt frá upp­tök­um skjálft­ans. „All­ir eru heil­ir á húfi í barna­þorp­un­um, börn­in sem þar búa og starfs­fólk. Mikl­ar skemmd­ir urðu hins veg­ar á vatnstanki í SOS barna­þorp­inu í Les Cayes." Yfir 120 Ís­lend­ing­ar eru SOS for­eldr­ar barna í hinum tveim­ur barna­þorp­un­um á Haítí og hef­ur þeim ver­ið til­kynnt að börn­in í barna­þorp­un­um séu óhult.

Að­gerð­ir SOS á Haítí

Í for­gangi er núna að sjá fólki fyr­ir vatni, mat og húsa­skjóli. SOS hef­ur opn­að barn­væn svæði þar sem börn­in fá grunn­þörf­um sín­um mætt, þau haft eitt­hvað fyr­ir stafni og feng­ið sál­fræði- og lækn­is­að­stoð. Langt upp­bygg­ing­ar­starf er framund­an enda eru minnst 30.000 manns heim­il­is­laus af völd­um skjálft­ans. SOS hef­ur m.a. sett sam­an teymi fag­fólks sem er nú að meta þörf­ina á að­stoð í Les Cayes barna­þorp­inu og ná­grenni þess. Hóp­ur sál­fræð­inga á veg­um SOS veit­ir áfalla­hjálp.

VERTU BARNA­ÞORPS­VIN­UR SOS Á HAÍTÍ

Framund­an er áfram­hald­andi starf við að tryggja ör­yggi barn­anna og starfs­fólks­ins í barna­þorp­un­um okk­ar auk annarra barna sem standa eft­ir um­komu­laus eft­ir að hafa misst for­eldra sína eft­ir skjálft­ann. Við­bú­ið er að álag auk­ist mik­ið á SOS barna­þorp­in okk­ar á Haítí á næst­unni og það kall­ar á fleiri SOS barna­þorps­vini sem með mán­að­ar­legu fram­lagi taka þátt í rekstri barna­þorp­anna.

VERTU SOS BARNAÞORPSVINUR - SKRÁÐU ÞIG HÉR!

Skjól­stæð­ing­ar SOS á Haítí um 11.700

Nú þeg­ar eru skjól­stæð­ing­ar SOS Barna­þorp­anna á Haítí um 11.700 tals­ins en bú­ast má við að þeim fjölgi veru­lega í hjálp­ar­að­gerð­un­um sem nú eru yf­ir­stand­andi. Um 1300 þeirra eru börn og ung­menni í barna­þorp­um en aðr­ir eru ósjálf­bjarga barna­fjöl­skyld­ur í fjöl­skyldu­efl­ingu.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...