Fréttayfirlit 13. október 2023

Söfnun hafin fyrir SOS Barnaþorpin í Palestínu og Ísrael

Söfnun hafin fyrir SOS Barnaþorpin í Palestínu og Ísrael

Mikil neyð ríkir nú meðal barna og fjölskyldna í Palestínu og Ísrael og hafa SOS Barnaþorpin á Íslandi hrundið af stað söfnun vegna neyðaraðgerða SOS þar. Þúsundir hafa látið lífið og fjöldi barna misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin hafa starfað beggja vegna landamæranna í áratugi og eru í góðri aðstöðu til að hjálpa börnum þar.

Aðgerðir SOS á staðnum

Með aðgerðum okkar í Palestínu og Ísrael hjálpum við fjölskyldum sem orðið hafa viðskila að sameinast á ný og tökum að okkur börn sem misst hafa foreldra sína. Við veitum börnum áfallahjálp og hlúum að geðheilsu þeirra eftir þær miklu hörmungar sem þau hafa upplifað. Þessi þáttur er ekki alltaf í forgangi á neyðar- og hamfarasvæðum en við viljum leggja mikla árherslu á andlega heilsu barna, því við vitum hve miklu máli hún skiptir fyrir framtíð þeirra. Einnig munum við dreifa matvælum, vatni og öðrum nauðsynjum til fólks á svæðinu og gera það í samstarfi við önnur virt, sjálfstæð og vottuð hjálparsamtök.

SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Palestínu frá 1968 og í Ísrael frá 1977 og hafa því yfirgripsmikla þekkingu á aðstæðum. Þá skiptir miklu máli að þessi tvenn landssamtök eiga mjög gott samstarf og ríkir á milli þeirra traust, enda börnin í forgangi en ekki stjórnmál eða landamæradeilur. Þetta góða samstarf mun koma sér vel í aðstoð okkar við börnin.

Börn en ekki pólitík

Aðgerðir samtakanna til hjálpar börnum eru með öllu hlutlausar þegar kemur að stjórnmálum og landamærum. Börnin eru í forgangi, óháð bakgrunni eða stöðu. Verkefnið er unnið í sameiningu landssamtaka SOS í Palestínu og Ísrael og undir ströngu eftirliti alþjóðasamtaka SOS sem hlotið hafa hina alþjóðlegu CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök með tilheyrandi ströngum verkferlum og eftirliti. Fagmennska í neyðaraðgerðum skiptir öllu máli.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...