Ný auglýsing SOS Barnþorpanna
Í gær var ný auglýsing SOS á Íslandi frumsýnd í sjónvarpi og á vefmiðlum. Auglýsingunni er ætlað að varpa ljósi á raunveruleika fjöldamargra barna í heiminum í dag, sem eiga engan að og búa við afar erfiðar aðstæður.
Við gleymum því stundum hversu heppin við erum hér á Vesturlöndum og hve auðvelt getur verið að hjálpa þeim sem ekki hafa það eins gott. Það er því mikilvægt að minna á kosti þess að gefa af sér.
Það er auðvelt og gefandi að gerast styrktarforeldri og við hvetjum alla þá sem hafa tök á til að leggja sitt af mörkum í aðstoð við þúsundir barna um heim allan.
Auglýsingin var gerð í samstarfi við Tjarnargötuna og við þökkum þeim fyrir vel unnin störf.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...