Nýja jólakortið uppselt
Við viljum þakka styrktaraðilum innilega fyrir frábærar viðtökur við nýjasta jólakorti SOS Barnaþorpanna en það seldist upp nú fyrir helgi. Elsa Nielsen hannaði kortið en flest jólakort SOS eru hönnuð af íslensku listafólki. Þetta er í fyrsta sinn sem nýútgefið jólakort SOS selst strax upp.
Tilboð á 10 kortum saman hafa fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS fyrir þessi jól og það ber ekki á öðru en að hlýlegar og persónulegar jólakveðjur í jólakortum eigi enn upp á pallborðið hjá Íslendingum. Um leið og við þökkum fyrir fyrir þessar frábæru viðtökur minnum við á að fjöldi annarra jólakorta er enn til sölu í vefverslun okkar á sos.is
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...