Fréttayfirlit 3. desember 2021

Nýja SOS-fréttablaðið er komið út

Nýja SOS-fréttablaðið er komið út

Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út nú í byrjun desember. Blaðinu er dreift til styrktaraðila og er jafnframt aðgengilegt rafrænt hér á heimasíðunni.

SJÁ ÖLL FRÉTTABLÖÐ SOS

Í blaðinu er viðtal við Sólveigu Guðmundsdóttur sem lét draum látins bróður síns rætast með því að styrkja tvö börn í SOS barnaþorpi. SOS sagan er af Kamölu sem bjó á götunni í höfuðborg Nepal þegar hún var þriggja ára. Hún flutti svo í SOS barnaþorp þar sem hún ólst upp og er í dag 27 ára hjúkrunarfræðingur.

Í blaðinu eru einnig frásagnir af SOS-foreldrum á Íslandi, nýjar fréttir af fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu, umfjöllun um fjármál SOS og ýmislegt annað úr starfi samtakanna.

Fréttablað SOS kemur núna út tvisvar á ári, í byrjun maí og byrjun desember.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...