Nýju jólakortin komin í sölu
Tvö ný jólakort og tvö tækifæriskort hafa nú bæst við í sölu í vefversluninni á heimasíðunni okkar. Kortin eru að venju hönnuð fyrir SOS Barnaþorpin á Íslandi og er sala þeirra liður í fjáröflun fyrir samtökin. Verð á kort er kr. 400.-
Jólakortin heita Ugla og Stúlka og eru hönnuð af Alexöndru Martini.Þau eru með silfurfólíu í stærðinni 12x17 cm. Tækifæriskortin eru 13x13 cm, samsett verk úr akríl á tré eftir listakonuna Höddu Fjólu Reykdal.
Í vefversluninni eru einnig til sölu eldri jólakort, minningarkort og fjölnota pokar til styrktar SOS Barnaþorpunum. Hægt er að panta kortin í vefversluninni eða í síma 5642910. Einnig er hægt að líta við á skrifstofu okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi og kaupa kortin.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...