Nýju jólakortin komin í sölu
Tvö ný jólakort og tvö tækifæriskort hafa nú bæst við í sölu í vefversluninni á heimasíðunni okkar. Kortin eru að venju hönnuð fyrir SOS Barnaþorpin á Íslandi og er sala þeirra liður í fjáröflun fyrir samtökin. Verð á kort er kr. 400.-
Jólakortin heita Ugla og Stúlka og eru hönnuð af Alexöndru Martini.Þau eru með silfurfólíu í stærðinni 12x17 cm. Tækifæriskortin eru 13x13 cm, samsett verk úr akríl á tré eftir listakonuna Höddu Fjólu Reykdal.
Í vefversluninni eru einnig til sölu eldri jólakort, minningarkort og fjölnota pokar til styrktar SOS Barnaþorpunum. Hægt er að panta kortin í vefversluninni eða í síma 5642910. Einnig er hægt að líta við á skrifstofu okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi og kaupa kortin.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...